4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Dagskráin í dag – Tvíhöfði á Ítalíu

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Notalegt mánudagskvöld framundan á sportstöðvum Stöðvar 2.

Það verða fastir liðir eins og venjulega á mánudögum á Stöð 2 ESport í kvöld þar sem félagarnir í GameTíví fara yfir allt það helsta í heimi tölvuleikjanna. Hefst þátturinn stundvíslega klukkan 20:00.

Á Stöð 2 Sport 2 á ítalski boltinn sviðið þar sem tveir leikir úr Serie A verða sýndir beint. Torino fær Sampdoria í heimsókn klukkan 17:30 og strax í kjölfarið mætast Genoa og Parma.

Þá er einn leikur á dagskrá La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, þar sem Real Betis og Eibar leiða saman hesta sína.

Alla dagskrá sportstöðva Stöðvar 2 má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir