8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Danir eygja von á sæti í undanúrslitum eftir þægilegan sigur á Spánverjum

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Úr leik hjá Danmörku á mótinu.
Úr leik hjá Danmörku á mótinu.
vísir/Getty

Danmörk vann öruggan sigur á Spánverjum í seinni leik dagsins á EM í handbolta sem fram fer í Danmörku þessa dagana.

Þær dönsku voru fljótar að taka leikinn í sínar hendur og leiddu leikinn með sjö mörkum í leikhléi, 17-10.

Í síðari hálfleik hélt Danmörk áfram að auka forskotið og unnu að lokum tíu marka sigur, 34-24.

Danska liðið á möguleika á sæti í undanúrslitum en til þess að komast þangað þurfa þær sigur gegn Rússlandi í lokaumferð milliriðilsins næstkomandi þriðjudag.

Innlendar Fréttir