3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Danska úrvalsdeildin: Aron Elís var á skotskónum í sigri OB – Midtjylland saxar á forskot Bröndby

Skyldulesning

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Hér verður farið yfir úrslitin í leikjum Íslendinganna.

Aron Elís Þrándarsson, var í byrjunarliði OB og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-0 sigri gegn AaB en leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins Aalborg Portland Park. Sveinn Aron Guðjohnsen, kom inn á 89. mínútu í liði OB. Mark Arons kom á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Issam Jebali. Það var síðan Jebali sem innsiglaði 2-0 sigur OB með marki á 56. mínútu. OB er eftir leikinn í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og lék 65 mínútur í 5-0 stórsigri liðsins á Vejle. Midtjylland er í 2. sæti deildarinnar með 43 stig, tveimur stigum á eftir Bröndby.

Bröndby tapaði einmitt stigum í toppbaráttunni í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við AGF. Hjörtur Hermannsson, var í byrjunarliði Bröndby og Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF. Patrick Mortenson  kom AGF yfir með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu en Mikael Uhre jafnaði metin með marki á 36. mínútu. Bröndby situr í 1. sæti deildarinnar með 45 stig en AGF í því þriðja með 38 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir