7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Danski bikarinn: Jón Dagur skoraði er AGF fór áfram

Skyldulesning

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark AGF í 3-0 sigri á c-deildarliðinu BK Frem í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag.

Jón Dagur kom AGF í forystu á 19. mínútu og Dawid Kurminowski og Thomas Kristensen bættu við tveimur mörkum á þremur mínútum og staðan 3-0 í hálfleik. Meira var ekki skorað í leiknum og AGF komið áfram í 16-liða úrslitin.

Horsens tók á móti Silkeborg í Íslendingaslag. Sebastian Jorgensen kom Silkeborg yfir á 14. mínútu. Jannik Pohl, Lirim Qamili og Alexander Ludwig sneru leiknum heimamönnum í vil með þremur mörkum á átta mínútna kafla. Soren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 68. mínútu en lengra komst liðið ekki og Horsens fer því áfram í 16-liða úrslitin.

Ágúst Eðvald Hlynsson lék allan leikinn fyrir Horsens en Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Silkeborg í upphafi seinni hálfleiks.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir