1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Danskir fjölmiðlar tala um skandal í leik Freys og Sævars gegn Ísaki – Mikill viðbúnaður lögreglu

Skyldulesning

Esbjerg og Lyngby áttust við í Íslendingaslag í dönsku B-deildinni í kvöld.

Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esbjerg en Sævar Atli Magnússon byrjaði hjá Lyngby. Þá er Freyr Alexandersson þjálfari síðarnefnda liðsins.

Ísak Óli fékk beint rautt spjald á 37. mínútu, skömmu eftir að Lyngby hafði komist yfir. Hann braut á Sævari Atla sem aftasti varnarmaður. Það var því á brattann að sækja fyrir heimamenn í Esbjerg frá þeim tímapunkti. Sævar Atli bætti svo við öðru marki Lyngby á 67. mínútu en liðið vann að lokum 0-3.

Leikurinn í kvöld var stöðvaður tvisvar vegna hegðunar stuðningsmanna. Ólöglegum flugeldum, einhvers konar vítum, var þá kastað inn á völlinn og ollu þeir miklum hávaða. Leikmenn voru sendir til búningsherbergja.

Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna þessa.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir