3 C
Grindavik
1. mars, 2021

David Beckham tók fram knattspyrnuskóna með Inter Miami – Birti myndband af skemmtilegu atviki

Skyldulesning

David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United og einn af eigendum bandaríska liðsins Inter Miami dró fram skóna og tók þátt í æfingu unglingliðs Inter Miami á dögunum.

Þessi uppákoma hefur án efa verið mikið fagnaðarefni fyrir unga leikmenn liðsins en Beckham átti glæstan feril með liðum á borð við Manchester United og Real Madrid.

Hann er nú 45 ára gamall og virtist engu hafa gleymt er hann klobbaði einn leikmann unglingaliðsins og skoraði í markið. Það var að sjálfsögðu ástæða fyrir hann að birta myndbrot á Instagram af þessu atviki.

Innlendar Fréttir