Molde tók á móti botnliði Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í dag. Molde vann með tveimur mörkum gegn einu.
Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn fyrir Aalesund.
Magnus Eikrem skoraði fyrr mark Molde á 31. mínútu. Leke James skoraði síðara mark heimamanna á 79. mínútu. Aalesund klóruðu í bakkann í uppbótartíma þegar Sigurd Haugen skoraði úr vítaspyrnu.
Molde er í öðru sæti deildarinnar með 56 mörk og Aalesund er sem fyrr segir á botninum með 11 stig.
Molde 2 – 1 Aalesund
1-0 Magnus Eikrem (31′)
2-0 Leke James (79′)
2-1 Sigurd Haugen (90+4′)