5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Davíð Snorri um hópinn sem lak á netið: „Það gætu orðið breytingar“

Skyldulesning

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins segir að EM hópur hans sem lak út á vef UEFA sé ekki endanlegur hópur.

Davíð Snorri segir að enn sé verið að vinna hlutina með A-landsliði karla en um sé að ræða beinagrind að þeim hópi sem verði kynntur.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Hópur Íslands birtist á vef UEFA nú í morgun en þar má finna 23 leikmenn. Mesta athygli vekur að Alfons Sampsted sem var lykilmaður í undankeppninni er ekki í hópnum, þannig má búast við því að Alfons verði í A-landsliðshópi sem kynntur er á morgun.

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð í samtali við 433.is í morgun.

„Þetta er í raun það eina sem ég get sagt, við kynnum lokahópinn á fimmtudag og það gætu orðið breytingar á þeim hópi sem er þarna.“

Ljóst er að þetta er EM hópur Íslands að stærstu leyti en 1-2 breytingar gætu orðið á hópnum sem fer á lokamót Evrópukeppninnar í næstu viku.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir