4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Davíð Snorri velur stóran æfingahóp hjá U21

Skyldulesning

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 26 leikmenn sem taka þátt í æfingum dagana 3. og 4. mars.

Í hópnum eru aðeins leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum.

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði, en vegna sóttvarna eru æfingarnar lokaðar utanaðkomandi.

U21 karla leikur í lokakeppni EM 2021 í lok mars, en liðið er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og Danmörku. Tvö efstu lið riðilsins fara svo áfram í átta liða úrslit, en þau fara fram í júní ásamt undanúrslitum og úrslitum. Mótið fer fram í Slóveníu og Ungverjalandi, en Ísland leikur alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni í Györ í Ungverjalandi.

Hópurinn


Brynjar Atli Bragason | Breiðablik


Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta


Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir

Arnór Borg Guðjohnsen | Fylkir


Atli Barkarson | Víkingur R.


Birkir Valur Jónsson | HK


Brynjólfur Andersen Willumsson | Breiðablik


Brynjar Ingi Bjarnason | KA


Daníel Hafsteinsson | KA


Davíð Ingvarsson | Breiðablik


Hörður Ingi Gunnarsson | FH


Ísak Snær Þorvaldsson | ÍA


Jason Daði Svanþórsson | Breiðablik


Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir


Jónatan Ingi Jónsson | FH


Hjalti Sigurðsson | KR


Nikulás Val Gunnarsson | Fylkir


Karl Friðleifur Gunnarsson | Víkingur R.


Stefán Árni Geirsson | KR


Sævar Atli Magnússon | Leiknir R.


Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan


Róbert Orri Þorkelsson | Breiðablik


Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík


Viktor Örlygur Andrason | Víkingur R.


Vuk Oskar Dimitrjevic | FH


Þórir Jóhann Helgason | FH

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir