7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

De Bruyne vill fá Grealish til City

Skyldulesning

Enski boltinn


Ísak Hallmundarson skrifar

Jack Grealish er eftirsóttur leikmaður.
Jack Grealish er eftirsóttur leikmaður.
getty/Marc Atkins

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, vill ólmur fá enska landsliðsmanninn Jack Grealish til félagsins.

Grealish hefur farið á kostum fyrir Aston Villa í upphafi tímabilsins og Guardiola spurði Belgann Kevin de Bruyne um álit sitt á Grealish eftir að Belgía og England mættust í Þjóðadeild UEFA.

De Bruyne virðist hafa hrifist mjög af leikmanninum og á að hafa sagt Guardiola að Grealish sé leikmaður sem Manchester City verði einfaldlega að kaupa. 

Þessi 25 ára gamli leikmaður myndi líklega kosta um 100 milljónir punda en væri án vafa góð fjárfesting fyrir City sem sárlega vantar skapandi leikmann í liðið eftir að David Silva yfirgaf félagið í sumar. 

Manchester United og Chelsea eru einnig sögð áhugasöm um Grealish og verður líklega hart barist um kappann næsta sumar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir