8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Deildin vinnst á mun færri stigum í vetur

Skyldulesning

Frank Lampard er með Chelsea í fimmta sæti en liðið …

Frank Lampard er með Chelsea í fimmta sæti en liðið gæti komist á toppinn í kvöld.

AFP

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, kveðst eiga von á mun jafnari baráttu um enska meistaratitilinn í vetur en undanfarin tímabil og telur líklegt að sigurliðið fái mun færri stig en tíðkast hefur á seinni árum.

Liverpool og Manchester City hafa haft talsverða yfirburði síðustu þrjú ár og deildin hefur unnist á 100, 98 og 99 stigum og þar á undan varð Chelsea meistari með 93 stig.

Fyrir umferð vikunnar sem hefst í kvöld með leik Wolves og Chelsea eru Tottenham og Liverpool efst með 25 stig, og mætast einmitt annað kvöld, en Leicester, Southampton og Chelsea eru á hælum þeirra, og þar fyrir neðan bíða Manchesterliðin City og United ásamt West Ham og Everton. Sex stig skilja að efstu níu liðin.

„Þannig sýnist mér þetta ætla að verða í vetur. Við fundum fyrir því á eigin skinni gegn Everton um síðustu helgi. Þeir fjárfestu í sumar og eru með góða leikmenn og sterkan hóp, voru mjög  vel skipulagðir og gerðu okkur afar erfitt fyrir.

Og við sáum þetta í öllum leikjum helgarinnar. Deildin er jafnari en áður, hvernig svo sem á því stendur. Liðin hafa styrkt sig mörg hver, eru afar vel skipulögð og hvað okkur verðar þá komum við öðruvísi inn í þetta tímaibl en áður og höfum staðið í ýmsum breytingum,“ sagði Lampard við Sky Sports.

„Sjálfir teljum við að við höfum tapað stigum sem við áttum ekki að tapa, og sama tilfinning er eflaust hjá öllum. Það sem við þurfum að gera til að halda í við hin liðin er að sýna stöðugleika og halda áfram að bæta okkur. Við erum með nokkra nýja leikmenn og sumir vilja dæma þá út frá verðmiðanum, en sumir þeirra eru jafnframt ungir leikmenn og spila nú í þessari deild í fyrsta sinn. Þeir þurfa því sinn tíma,“ sagði Frank Lampard.

Chelsea kæmist í efsta sætið, tímabundið, með því að vinna Wolves í kvöld en síðan færu í það minnsta annaðhvort Liverpool eða Tottenham uppfyrir Lampard og hans menn annað kvöld, ásamt mögulega Leicester og Southampton. Leicester fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton í heimsókn annað kvöld og Southampton sækir Arsenal heim til London.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir