4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Derek Chauvin er í einangrun 23 klukkustundir á sólarhring

Skyldulesning

Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var nýlega fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana, er hafður í einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring í fangelsinu sem hann er nú vistaður í. Það er gert til að tryggja öryggi hans fyrir öðrum föngum.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að Chauvin sé vistaður í eina háöryggisfangelsi Minnesota. Chauvin gekk laus gegn tryggingu á meðan ákæran á hendur honum var til meðferðar fyrir dómi en hann var handtekinn strax eftir að kviðdómurinn kynnti niðurstöðu sína á þriðjudaginn.

Sarah Fitzgerald, talskona fangelsismálayfirvalda, sagði í samtali við New York Times að Chauvin sé hafður í einangrun vegna öryggis hans.

Refsing Chauvin verður tilkynnt eftir tæplega átta vikur en fram að þeim tíma verður hann aleinn í klefa sínum 23 klukkustundir á sólarhring. Hann fær að stunda líkamsrækt í eina klukkustund á dag en á meðan hann æfir gæta fangaverðir hans sérstaklega og aðrir fangar eru ekki nærri.

Chauvin á allt að 40 ára fangelsi yfir höfði sér en það er hámarksrefsing í Minnesota. Meðallengd dóma fyrir manndráp í ríkinu eru upp á tólf og hálfs árs fangelsi en saksóknari krafðist mun þyngri dóms en það.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir