2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Dó og vaknaði aftur til lífsins – Afhjúpar hvað sé fyrir handan

Skyldulesning

Ung kona deilir upplifun sinni fyrir handan, hvernig það er að deyja og yfirgefa mannlega tilveru. Liliana birtir nokkur myndbönd á TikTok og segir að heili hennar og hjarta hafi hætt að virka eftir að hún reykti kannabis í fyrsta skipti árið 2018. Daily Mail greinir frá.

Hún vissi ekki að hún væri með ofnæmi fyrir THC, efni sem finnst í kannabis, og fékk svo slæm ofnæmisviðbrögð að hún dó, að hennar sögn.

Liliana segir að þegar þú deyrð þá „yfirgefurðu líkama þinn“ og ferð í gegnum hvít göng og verður að annarri veru, hún segir einnig að það sé hvorki himnaríki né helvíti.

Þessi reynsla leiddi til þess að Liliana upplifði „trúarlega vakningu“, hún trúir enn á Guð en stundar ekki lengur kristin trúarbrögð.

„Allar langanir hverfa en þú ert enn að hugsa smá,“ sagði Liliana og sagði jafnframt að sjónin hennar hafi verið fyrst til að fara en „heyrnin fór aldrei.“

„Þú yfirgefur líkama þinn, en það er ekki eins og þú sért að svífa um og fylgjast með því sem er í gangi fyrir neðan þig. Það er eins og þú verður að annarri veru. Ég get ekki útskýrt það. En það er satt það sem er sagt um ljósið,“ segir hún.

Liliana deilir reynslu sinni í nokkrum myndböndum á TikTok.

Hitti ekki Guð

Liliana segir að dans hennar við dauðann hafi verið þegar hún reykti kannabis í fyrsta sinn árið 2018.

„Ég fékk mér einn smók og síðan byrjaði vitræn geta mín að hverfa. Ég gat hvorki einbeitt mér né setið upprétt, þegar vinir mínir buðu mér vatn spurði ég bara: „Hvað er vatn?“ og svo leið yfir mig,“ segir hún.

Hún segist hafa heyrt í bráðaliðum reyna að endurlífga hana, en hún gat hvorki opnað augun né hreyft líkamann. Hún byrjaði síðan að „þyrlast niður“ í einhvers konar göng og varð að „hvítu ljósi.“

„Ég hitti ekki Guð, það var ekkert himnaríki né helvíti, en það var eitthvað þarna,“ segir hún.

„Þetta er ógnvekjandi en á lokaskrefunum finnurðu ekki fyrir neinu, það er enginn ótti, hamingja né sorg. Þú verður að einhverri orku og hugsanir þínar eru ekki lengur mennskar. Það er mjög erfitt að sjá þetta fyrir sér án þess að upplifa það, en mér leið eins og þetta væri eilífð.“

Liliana segir að bráðaliðunum hafi tekist að endurlífga hana og hún hafi ælt og byrjað síðan að anda aftur.

Liliana.

Saga hennar hefur ekki fallið vel í kramið hjá mörgum netverjum sem neita að trúa að hún sé sönn. Sumir segja að hún hafi fengið „hvítuna“ – hugtak sem er notað þegar fólk reykir of mikið af kannabis.

Liliana svarar gagnrýnisröddum og heldur því staðfastlega fram að hún sé með ofnæmi fyrir THC og að hún hafi farið fyrir handan og til baka.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir