8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Dómari á launa­skrá hjá máls­aðila

Skyldulesning

Kristinn Sigurjónsson í dómsal.
Kristinn Sigurjónsson í dómsal.
Vísir/Jóik

Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR.

Mbl.is greindi frá málinu í gær og er haft eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni Kristins, að óskað verði aftur eftir því að Hæstiréttur taki málið fyrir. Í ljós hafi komið við nánari athugun eftir að áfrýjunarbeiðninni var synjað að dómarinn, Sigurður Tómas Magnússon, hafi verið að vinna í kennslu og prófdómarastörfum á þessu haustmisseri.

Það sé því ljóst að hann hafi þegið greiðslur fyrir störf hjá öðrum málsaðilanum.

Rekinn vegna ummæla um konur

Mál Kristins hefur verið tekið fyrir bæði í héraðsdómi og Landsrétti. Þar krafðist Kristinn tæplega 57 milljóna króna í miska- og skaðabætur vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn.

Kristni var í október 2018 gert að segja upp störfum sem lektor við tækni- og verkfræðibraut Háskólans í Reykjavík vegna ummæla sem lektorinn lét falla um konur á Facebook-síðunni Karlmennskuspjallið. Þar sagði hann að konur troði sér inn á alla vinnustaði og eyðileggi þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti.“

Landsréttur tók málið fyrir eftir að Kristinn áfrýjaði málinu í kjölfar þess að héraðsdómur hafnaði kröfu hans. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í lok október síðastliðnum þar sem kröfu Kristins var hafnað.


Tengdar fréttir


Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum.


Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor ið Háskólann í Reykjavík, kenndi í haust námskeið við Háskóla Íslands og mun hann halda kennslu áfram nú á vormisseri.


Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir