5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Dortmund horfir til Liverpool

Skyldulesning

Divock Origi er falur fyrir rétta upphæð.

Divock Origi er falur fyrir rétta upphæð.

AFP

Divock Origi, framherji Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, er á óskalista þýska fyrstudeildarfélagsins Borussia Dortmund.

Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Origi hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool undanfarna daga.

Belginn, sem er 25 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool undanfarin tvö tímabil en Liverpool er sagt tilbúið að selja hann fyrir tólf milljónir punda.

Origi þekkir vel til í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Wolfsburg á láni, tímabilið 2017-18.

Nú­ver­andi samn­ing­ur Origi renn­ur út sum­arið 2024 en hann á að baki 157 leiki fyr­ir fé­lagið þar sem hann hef­ur skorað 35 mörk.

Framherjinn hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir