3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Dortmund sigraði Stuttgart í markaleik

Skyldulesning

Dortmund vann Stuttgart í síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni. Þeir halda enn í veika von um að ná Meistaradeildarsæti.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Dortmund. Sasa Kalajdzic kom heimamönnum í Stuttgart yfir eftir rúmlega korter. Það var eina markið sem skorað var í fyrri hálfleik.

Gestirnir snéru leiknum þó við í byrjun seinni hálfleiks með mörkum frá Jude Bellingham og Marco Reus. Staðan orðin 1-2.

Daniel Didavi jafnaði fyrir Stuttgart á 78.mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ansgar Knauff sigurmark Dortmund.

Dortmund er í fimmta sæti, 7 stigum frá Frankfurt sem er í sætinu fyrir ofan þegar sex umferðir eru eftir.

Stuttgart er með 39 stig í níunda sæti og getur enn látið sig dreyma um Evrópusæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir