7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Dóttir Maradona hágrét þegar hún mætti á völlinn í gær – Sat í einkastúku hans

Skyldulesning

Boca Juniors spilaði sinn fyrsta heimaleik eftir fráfall Diego Maradona í gær þegar liðið mætti Newell’s Old Boys í Copa Diego Armando Maradona.

Maradona lék fyrir bæði félög á sínum magnaða ferli en hann lést á miðvikudag þá sextugur.

Maradona átti sína einkastúku á Bombonera vellinum í Buenos Aires en Dalma Maradona, dóttir hans var mætt á völlinn í gær.

Þegar Boca komst í 1-0 í leiknum hlupu leikmenn liðsins að stúku Maradona þar sem Dalmo sat. Hún hágrét en allir leikmenn liðsins voru með nafn Maradona á bakinu.

Markið og viðbrögð Dalma má sjá hér að neðan.

Golazo de Edwin #Cardona y emotivo festejo de cara al palco de Diego. La emoción de @dalmaradona es la emoción de todos. #DiegoEterno. pic.twitter.com/XARnV5Oxms

— Xeneizados (@Xeneizados) November 29, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir