7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Dramatískt sigurmark Villa í lokin

Skyldulesning

John McGinn og Anwar El Ghazi fagna sigurmarki þess síðarnefnda …

John McGinn og Anwar El Ghazi fagna sigurmarki þess síðarnefnda í leiknum í dag.

AFP

Aston Villa lagði heimamenn í Wolves, 1:0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurmarkið skoraði Anwar El Ghazi úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Heimamenn í Wolves voru sterkari aðilinn í leiknum og komust nokkrum sinnum nálægt því að ná forystunni en Emi Martínez í marki Aston Villa skellti í lás.

Næst komst Leander Dendoncker því að skora á 80. mínútu, þegar Pedro Neto átti laglegan sprett upp vinstri kantinn, gaf svo stórkostlega fyrir með „rabona“ sendingu beint á Dendoncker, sem náði góðu skoti á lofti en Martínez var eldfljótur að bregðast við og varði frábærlega.

Skömmu síðar, á 85. mínútu, fékk Douglas Luiz hjá Aston Villa að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir að hafa gefið Daniel Podence olnbogaskot. Aston Villa því einum færri.

Á 87. mínútu virtist Jack Grealish brjóta á Adama Traoré innan vítateigs en Mike Dean dómari leiksins lét sér fátt um finnast, og VAR sá ekki ástæðu til þess að grípa inn í.

Á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma fékk Aston Villa vítaspyrnu. Þá braut Nélson Semedo klaufalega á John McGinn. Anwar El Ghazi steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi, 1:0.

Mínútu síðar fékk Joao Moutinho sitt annað gula spjald og þar með rautt frá Dean en það var fyrir afar litlar sakir, virtist snertingin á Jacob Ramsey lítil sem engin.

Tíminn var á þrotum fyrir Úlfana og Villa náði því í öll stigin þrjú.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir