6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Dramatískur sigur Juventus

Skyldulesning

Leonardo Bonucci skorar sigurmarkið í kvöld.

Leonardo Bonucci skorar sigurmarkið í kvöld.

AFP

Juventus vann dramatískan 2:1-heimasigur á Torino í grannaslag í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Nicolas N‘Koulou kom Torino yfir á níundu mínútu með eina marki fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 1:0. Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie jafnaði á 77. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Stefndi allt í 1:1-jafntefli þegar Leonardo Bonucci skoraði sigurmarkið á 89. mínútu en Juan Cuadrado lagði upp bæði mörk Juventus.  

Juventus er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan

Innlendar Fréttir