7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Dramatískur sigur meistaranna í toppslagnum

Skyldulesning

Roberto Firmino skorar sigurmarkið.

Roberto Firmino skorar sigurmarkið.

AFP

Liverpool er komið eitt á toppinn á ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2:1-sigur á Tottenham í toppslag í kvöld. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Liverpool byrjaði töluvert betur og skapaði sér nokkur færi áður en Mo Salah skoraði fyrsta markið á 26. mínútu. Egyptinn skaut þá í Toby Alderweireld innan teigs og boltinn fór í netið.

Staðan var 1:0 fram að 33. mínútu en þá slakk Heung-Min Son einn í gegn og skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Bæði lið sköpuðu sér góð færi í seinni hálfleik. Steven Bergwijn og Harry Kane fengu báðir mjög góð færi til að koma Tottenham yfir, en tókst ekki. Liverpool refsaði því Firmino skallaði boltann í netið í uppbótartíma eftir hornspyrnu og þar við sat.

Liverpool er eitt á toppnum með 28 stig og Tottenham í öðru sæti með 28 stig.

Innlendar Fréttir