draumar-raetast!

Skyldulesning

Eftir frétt í Krummanum um daginn af pottormum og umfjöllun um langanir skipverja um fullorðinn heitan pott með nuddi, sá útgerð sér ekki annað en að verða við óskum skipverja og ákváðu að láta drauminn rætast. Í dag var hífður um borð heiturpottur með nuddi og alles.

Blm Krummans var að sjálfsögðu á staðnum (eins og alltaf þegar stórfrétta er að vænta) og tók nokkrar myndir af þessum mikla og mjög svo velkomna viðburði

Þorbjörn hf, hafið bestu þakkir fyrir!

Krumminn mun að sjálfsögðu uppfæra nýjustu fréttir af vígslu pottsins…. fylgist með!

Við þökkum bláa fiskikarinu veitta þjónustu!