Draumur Osimhen er að spila á Englandi – Eitt annað lið kemur þó til greina – DV

0
159

Það er draumur framherjans Victor Osimhen að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann er einnig opinn fyrir einu öðru félagi.

Þetta segir blaðamaðurinn Florian Plettenberg sem er ansi virtur og vinnur fyrir Sky í Þýskalandi.

Osimhen er einn heitasti framherji heims um þessar mundir en hann leikur með Napoli á Ítalíu.

Osimhen er 24 ára gamall og hefur raðað inn mörkum í vetur en draumur hans er að spila í úrvalsdeildinni og hafa Manchester United og Chelsea áhuga.

Eitt annað lið kemur þó til greina og það er þýska stórliðið Bayern Munchen sem gæti leitað til hans í sumar.

Bayern hefur þó enga trú á að þeir ráði við verðmiða Osimhen sem mun kosta vel yfir 100 milljónir punda.

Enski boltinn á 433 er í boði