5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Draumurinn…

Skyldulesning

Halldór Schmit eða Dóri eins og hann er alltaf kallaður hér um borð, hefur marga fjöruna sopið er kemur að sjómennsku. Eitt er það sem kannski fáir vita að Dóri er draumspakur mjög og það hefur ekki verið á margra vitorði að hann er lunkinn við að ráða drauma, sína sem og annarra. „Já þeir eru margir draumarnir sem maður hefur þurft að fást við, bæði annarra og eigin draumar sem geta verið allsvakalegir svo ekki sé meira sagt.

Þegar mann er farið að dreyma skipsfélaga sína trekk í trekk þá er nú nóg komið. Spurning hvort hægt sé að loka á þetta því sumt sem maður dreymir er bæði fallegt og gott en sumt er líka allsvakalegt og maður getur ekki þurrkað það úr minninu lengi á eftir.. En ég er að verða nokkuð sjóaður núna, þetta lærist og maður verður bara að virða draumana, þeir eru bara að segja manni eitthvað eða vísa manni veginn“ sagði Dóri Draumur og gallaði sig til að taka trollið.

Svo mörg voru þau orð…

Innlendar Fréttir