Dregið í enska bikarnum – Manchester slagur í úrslitum? – DV

0
207

Gettyimages

Það er búið að draga í enska bikarnum og er ansi líklegt að við fáum Manchester-slag í úrslitum.

Undanúrslitin eru framundan en síðustu liðin til að tryggja sæti sitt í næstu umferð verða staðfest í dag.

Aðeins Manchester United á eftir að tryggja sæti sitt og er á góðri leið með það í leik gegn Fulham sem stendur nú yfir.

Ef Man Utd vinnur þá mætir liðið Brighton í undanúrslitum á meðan grannarnir í Man City spila við Sheffield United.

Leikirnir eru spilaði þann 22-23 apríl næstkomandi.

Brighton vs Man Utd / Fulham

Sheffield United vs Man City

Enski boltinn á 433 er í boði

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt