0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Dregur úr styrk Jóta

Skyldulesning

Erlent

Miklir vatnavextir hafa fylgt Jóta.
Miklir vatnavextir hafa fylgt Jóta.
Maynor Valenzuela/Getty Images

Dregið hefur úr krafti fellibylsins Jóta sem nú mælist sem hitabeltisstormur þar sem hann gengur yfir Mið-Ameríku. Mikil flóð hafa fylgt óveðrinu og að minnsta kosti níu hafa látið lífið í hamförunum.

Jóta náði ströndum Níkarava seint á mánudag og var þá öflugasti stormur þessa árs á svæðinu. Í gærkvöldi var vindhraðinn orðinn mun lægri en rigningarveðrið heldur þó áfram með tilheyrandi vatnavöxtum.


Tengdar fréttir


Fellibylurinn Jóta skall á ströndum Níkaragva í gærkvöldi, aðeins tveimur vikum eftir að annar öflugur fellibylur, Eta, gekk þar á land.


Fellibylnum Jóta óx afl í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir