dregur-ur-vindi-og-kolnar

Dregur úr vindi og kólnar

Það kólnar í veðri í kvöld.

Í dag spáir norðanátt 10 til 18 metrum á sekúndu með éljum fyrir norðan en þurrt að kalla um sunnanvert landið.Frost 0 til 5 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir að það dragi úr vindi og úrkomu en kólni í kvöld.

„Gengur í suðvestan átt 8-13 á morgun og stöku él vestantil en bjart að mestu fyrir austan. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Suðvestlæg eða breytileg átt á föstudag með lítilsháttar éljum en þurrt á Austurlandi. Dregur heldur úr frosti. Vaxandi austanátt og bætir í snjókomu syðst seint um kvöldið.“

Veðurvefur mbl.is


Posted

in

by

Tags: