10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Dregur úr vindi seinnipartinn

Skyldulesning

Áfram verður hvasst á landinu í dag.

Spáð er austlægri átt í dag, 23 til 28 metrum á sekúndu á norðurhelmingi landsins með snjókomu eða skafrenningi og hita í kringum frostmark. Appelsínugular og gular viðvararnir eru í gildi á landinu.

Gengur í suðvestan- og vestan 18-28 m/s með rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu, en síðar einnig norðantil, en styttir þá upp þar. Hvassast verður við suðvesturströndina um morguninn en norðvestantil eftir hádegi.

Dregur úr vindi seinnipartinn en él verða sunnan- og vestanlands og kólnar smám saman. Hæg suðlæg átt verður og dálítil snjókoma sunnanlands í kvöld og nótt.

Gengur í norðaustan 18-23 m/s með snjókomu eða éljum á morgun, fyrst á Vestfjörðum en hægara og bjart með köflum sunnan heiða. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig, minnst við sjávarsíðuna.

Veðurvefur mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir