2 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Dreifing pakka gengur ágætlega

Skyldulesning

Annir hjá póstinum.

Dreifing á bréfum og pökkum hefur gengið ágætlega hjá Póstinum þrátt fyrir mikla fjölgun sendinga og takmarkanir vegna sóttvarna.

„Það er mikið magn í kerfinu. Svo koma stórir kúfar, sprengjur, eftir mikla verslunardaga eins og að undanförnu,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Póstinum. Hann er að vísa til svarts föstudags og netmánudags en mörgum sendingum þarf að koma til skila eftir slíka daga og vikur.

Hann tekur fram að veðrið þessa dagana tefji eitthvað sendingar út á land. Þá hafi fjöldatakmarkanir á póstmiðstöðinni og annars staðar í vinnslu fyrirtækisins áhrif.

Póstleggja þarf sendingar fyrir 18. desember ef tryggt á að vera að þær berist viðtakendum, að því er fram kemur í  Morgublaðinu í dag.

Innlendar Fréttir