5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Drekkti börnunum sínum til að geta keypt sér bát – Dæmdur í 212 ára fangelsi

Skyldulesning

„Það eina sem hann er ósáttur við er að það komst upp um hann,“ sagði John Walter, dómari í Kaliforníu, þegar hann dæmdi Ali Elmezayen, 45 ára, í 212 ára fangelsi fyrir að hafa drekkt tveimur einhverfum börnum sínum. Það gerði hann til að fá líftryggingu þeirra greidda en fyrir hana keypti hann sér bát og hús í Egyptalandi.

Hann mun þó ekki fá að njóta þess að dvelja í húsinu í Egyptalandi og sigla bátnum sínum því hann var eins og fyrr segir dæmdur í 212 ára fangelsi fyrir að hafa drekkt einhverfum sonum sínum, 8 og 13 ára, til að fá líftryggingu þeirra greidda.

Það var í apríl 2015 sem Elmezayen ók Hondu-bifreið fjölskyldunnar út af bryggju sunnan við Los Angeles. Synir hans voru með í bílnum og fyrrum eiginkona hans. Áður en Elmezayen ók út af bryggjunni hafði hann skrúfað rúðuna hjá sjálfum sér niður svo hann kæmist út. Synirnir létust en eiginkonan fyrrverandi komst lífs af.

John Walter sagði í dómsorði að Elmezayen hafi byrjað að kaupa líftryggingar, sem náðu meðal annars yfir skyndileg andlát og andlát af slysförum, 2013 og að þetta hafi allt verið liður í áætlun hans um að myrða synina.

Elmezayen fékk 260.000 dollara greidda frá tryggingafélögum eftir lát sonanna og notaði hann peningana til að kaupa sér hús og bát í Egyptalandi.

„Hann er hreinræktaður svikahrappur og lygalaupur. Hann er ekkert annað en gráðugur og hrottalegur morðingi,“ sagði Walter og bætti við að það eina sem hann sæi eftir væri að upp um hann hefði komist.

Þegar Elmezayen keypti líftryggingarnar var kveðið á um það í skilmálum þeirra að engar bætur yrðu greiddar vegna andláts á fyrstu tveimur árunum eftir gildistöku þeirra. Þetta er venja hjá bandarískum tryggingafélögum til að koma í veg fyrir að fólk kaup líftryggingu rétt áður en einhver á að deyja. Elmezayen myrti syni sína þegar tvö ár og tólf dagar voru liðnir frá því að hann keypti tryggingarnar.

Í október 2019 var Elmezayen dæmdur fyrir peningaþvætti og stuld á persónuupplýsingum en það var fyrrum eiginkona hans sem kærði hann. Þá kom fram í dómsorði að hann hefði margoft beitt eiginkonuna fyrrverandi ofbeldi og vanrækt syni sína tvo.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir