4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Drew Barrymore harðlega gagnrýnd fyrir að gifta kennara og fyrrum nemanda hans

Skyldulesning

Drew Barrymore hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að gifta kennara og meintan fyrrverandi nemanda hans í sjónvarpsþætti hennar The Drew Barrymore Show.

Á föstudaginn kom Drew pari, sem þurfti að aflýsa brúðkaupinu sínu vegna Covid, á óvart með því að halda brúðkaup fyrir þau í þættinum.

Fljótlega eftir að þátturinn deildi myndbandi af athöfninni á samfélagsmiðlum byrjuðu þær sögusagnir að ganga að brúðurin og brúðguminn hefðu kynnst þegar hún var sautján ára nemandi í eðlisfræðitíma hjá honum.

Netverjar halda því fram að Dan sé fyrrum kennari Selinu.

Drew Barrymore fékk Walmart+ með sér í lið til að gefa Selinu, 25 ára hjúkrunarfræðing, og Dan, 36 ára framhaldsskólakennara, draumabrúðkaup, þar sem þau þurftu að aflýsa sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Parið útskýrði að það hefði „kynnst fyrir nokkrum árum í skóla í gegnum sameiginlega vini“ og hafa verið saman í sjö ár.

En netverjar hafa aðra sögu að segja.

„Þetta væri frábær saga ef hún væri í sönn. Þau kynntust „í skólanum“ því hún var nemandi hans. „Sameiginlegi vinur þeirra“ var eðlisfræðitíminn sem hann kenndi,“ segir einn netverji.

„Hvernig er þessi gaur ekki í fangelsi? Hún var sautján ára,“ segir annar.

Hvorki The Drew Barrymore Show né nýgiftu hjónin hafa tjáð sig um málið. Horfðu á athöfnina hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir