7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Drullu Pési!

Skyldulesning

Drullu Pési!

20.12.2020 | 13:05

Þetta ár hefur ekki verið okkur gott.  Í byrjun kom skelfilegt snjóflóð á Flateyri með mikilli eyðileggingu.  Í ofan á lag kom svo Covid-19 sem hefur hrjáð okkur allt fram á þennan dag.  Einnig varð aur flóð á Seyðisfirði nýlega og sem betur fer dó engin þrátt fyrir skelfilegt tjón sem þarna var.  Svo árið hefur ekki verið gott fyrir okkur landsmenn.  En svo eru það bjánar í samfélaginu sem nota samfélagsmiðla til að gera grín að þessu og hinu eða tjá sig um málefni líðandi stundar.  Hafa margir þeirra marga fylgjendur á bak við sig.  Það er allt í lagi að hafa skoðanir og gera grín. En!  Að gera grín að hamförum sem skeði á Seyðisfirði er fyrir neðan allar hellur og er til háborinnar skammar.  Tommi Steindórs var með ömurlegt grín út í Seyðisfjörð á Twitter síðu sinni og margir settu líkar við ummæli hans.  Tommi Steindórs er númer eitt Ingjaldsfífl og þeir sem settu líkar við hans færslu eru sömuleiðis Ingjaldsfífl.  Það er ekkert grín þegar snjóflóð eða aurflóð falla á byggðir landsins og að fólk á fótum sínum fjör að launa og missir jafnvel allt sitt á meðan Tommi Steindórs og liðsmenn hans þurfa ekki að hafa áhyggjur í örygginu í henni Reykjavík!  Hann ætti að leita sér hjálpar við sinni ömurlegu framkomu við Seyðisfirði  og núa salti í sár þeirra sem fyrir var mjög mikið.  Tommi Steindórs er Ingjaldsfífl dagsins og hans fylgismenn! 


Flokkur: Dægurmál |


«
Síðasta færsla

Innlendar Fréttir