Dularfull lifrarbólga hefur lagst á rúmlega 1.000 börn – Telja sig hafa fundið orsökina – DV

0
160

Frá því á síðasta ári hefur dularfullur lifrarbólgufaraldur herjað á börn víða um heim, þó aðallega á Vesturlöndum Hafa rúmlega 1.000 börn í 35 ríkjum greinst með þessa alvarlegu og óútskýrðu lifrarbólgu. En nú telja vísindamenn sig hafa fundið hugsanlega skýringu á lifrarbólgunni að sögn Videnskab.dk.

Fyrsta tilfelli sjúkdómsins kom upp í Bretlandi í apríl á síðasta ári og ekki leið á löngu áður en tilfelli höfðu greinst í fleiri ríkjum.

Sjúkdómurinn veldur meðal annars gulu, uppköstum og niðurgangi. Í mörgum tilfellum hafa börnin þurft að gangast undir lifraríðgræðslu og einstaka hafa látist af völdum sjúkdómsins.

Vísindamenn telja sig nú hafa færst nær því að komast að hvað veldur sjúkdómnum. Í þremur rannsóknum, sem voru birtar nýlega í vísindaritinu Nature, kemur fram að líklega sé megi rekja þennan faraldur til einangrunar fólks á meðan á heimsfaraldri kórónuveirunnar stóð, í bland við veiru og ákveðnar erfðir hjá sjúklingunum.

Í rannsóknunum er tengslum lifrarsjúkdóma og veirunnar adeno-associated 2, einnig kölluð AAV2, sem er algeng veira sem er venjulega ekki alvarleg, lýst. AAV2 getur ekki fjölgað sér upp á eigin spýtur, þarf hjálp frá öðrum veirum til þess. AAV2 í bland við erfðir sjúklinganna, sem hafa áhrif á ónæmiskerfi þeirra, og seinbúin útbreiðsla veirunnar vegna sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldursins gerðu að verkum að börnin náðu ekki að þróa réttu mótefnin til að takast á við veirurnar.