4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Dularfull teikn á himni boða komu Hættuspilsins

Skyldulesning

Hún hefur vart farið framhjá neinum spilaglöðum einstaklingum, endurútgáfa Hættuspilsins, eins goðsagnakenndasta borðspils sem sögum fer af á Íslandi.

„Við byrjuðum á því að endurútgefa Útvegsspilið sem líkt og Hættuspilið, hefur fengið á sig afar goðsagnakenndan blæ. Við fundum strax fyrir gífurlegum áhuga þegar Útvegsspilið kom út fyrr á árinu og hefur það selst virkilega vel. Þessi tvö spil komu út rétt fyrir jól á sínum tíma þegar það var nær óþekkt að fólk væri að eyða aleigunni í að gefa út borðspil hér á landi. En bæði þessi spil voru búin til algerlega frá grunni á Íslandi; spilunin, hönnunin, útlitið, karakterarnir og allt. Þegar spilin komu út þá seldust þau samstundis upp og hafa verið ófáanleg allar götur síðan,“ segir Stefán Sigurjónsson hjá Spilaborg.

Ódauðlegir karakterar

Hættuspilið kom út árið 1998 og seldist upp fyrstu jólin. „Síðan þá hafa misheilleg spil gengið kaupum og sölum á netinu fyrir tugi þúsunda krónur. Það var því augljóslega kominn tími til þess að gefa þetta eftirsótta spil út aftur svo ný kynslóð fái nú að kynnast þeim ömmu og Sigga sýru sem voru gerð ódauðleg af þeim Sigurjóni Kjartanssyni og Jóni Gnarr,“ segir Stefán.

spilaborg.is og má bóka að hér sé klárlega um að ræða jólaspilið í ár.

Batman hátt á himni er

Sögusagnir herma einnig að Spilaborg muni halda úti spilabílalúgu hjá Perlunni uppi í Öskjuhlíð þar sem starfsfólk fer á milli bifreiða með posa fyrir þá sem vilja tryggja sér skemmtileg spil fyrir jólahátíðina. „Við hefjum leika á þriðjudaginn, en það fer ekki á milli mála hvenær við erum á staðnum með sendibílana fulla af glæsilegum spilum. Um leið og við mætum á svæðið munum við varpa ljóskastara upp í himininn með Batman merkinu. Þetta mun ganga mjög skilvirkt fyrir sig, engin þörf á bílastæðum eða veseni. Þegar þú sérð Batmanmerkið yfir Öskjuhlíðinni þá einfaldlega mætirðu á bílnum og kaupir spil í gegnum bílgluggann.“

Innlendar Fréttir