8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Dularfull veikindi á Indlandi ekki útskýrð enn

Skyldulesning

Rúmlega 500 hafa nú verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda í Andhra Pradesh á Indlandi. Minnst einn hefur dáið en á fjögur hundruð hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Enn eru þó um 150 á sjúkrahúsi vegna veikindanna og þar af eru um 70 börn.

Veikindin dularfullu herja á íbúa borgarinnar Eluru. Sérfræðingar hafa sagt að öll spjót beinist að einhverskonar eitrun en íbúar eru nú að flýja borgina vegna veikindanna, samkvæmt frétt Times of India.

Heilbrigðissráðherra Andhra Pradesh, Alla Kali Krishna Srinivas, segir að engin ummerki hafi fundist um eitrun í vatni eða lofti.

„Þetta eru dularfull veikindi og eingöngu rannsóknarstofur geta varpað ljósi á þau,“ hefur BBC eftir Srinivas.

BBC hefur þó einnig eftir þingmanni af svæðinu, sem sendi skilaboð á blaðamenn á svæðinu, að bráðabirgðaniðurstöður úr blóðsýnum hafi sýnt hátt magn blýs og nikkels í blóði fólks sem hefur veikst. Aðrir þungamálmar hafi einnig greinst í blóðsýnum.

Sérfræðingar á vegum Alþjóðleguheilbrigðismálastofnunarinnar eru á leiðo til Eluru og munu þeir aðstoða við rannsókn á veikindunum.

Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði. Þá eru margir sjúklingar sagðir hafa kvartað yfir sviða í augum og þá sérstaklega börn sem hafi veikst.


Tengdar fréttir


Minnst einn hefur dáið og minnst 300 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda sem herja á íbúa borgarinnar Eluru, í Andhra Pradesh á Indlandi. Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir