9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Dularfullt andlát systur stórsvindlara til rannsóknar

Skyldulesning

Síðasta fimmtudag fundust Sondra Wiener, 87 ára, og Marvin Wiener, 90 ára, látin í bílskúrnum við heimili þeirra í Flórída. Lögreglan rannsakar málið og segir að grunur leiki á að annað þeirra hafi orðið hinu að bana og hafi síðan tekið eigið líf.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að margt sé enn óljóst í tengslum við málið því lögreglan hafi enn ekki skýrt frá hvort þeirra er grunað um að hafa orðið hinu að bana en bæði voru með skotsár.

Sondra var systir Bernie Madoff, kaupsýslumanns og stórsvindlara, sem var fundinn sekur um eitt stærsta píramídasvindl sögunnar árið 2009. Hann var fundinn sekur um svindl upp á rúmlega 100 milljarða dollara. Hann lést í apríl á síðasta ári í fangelsinu þar sem hann afplánaði dóm sinn sem hljóðaði upp á 150 ára fangelsi.

Bernie Madoff var bróðir Sondra og öllu þekktari en hún. Mynd:Getty

Hann var á sínum tíma ákærður fyrir margvísleg brot, þar á meðal skjalafals, peningaþvætti, fölsun og fjársvik. Meðal fórnarlamba hans voru stórbankar, auðugir kaupsýslumenn og fjöldi þekktra einstaklinga. Þar má nefna Larry King, John Malkovich og Kevin Bacon.

Madoff var 82 ára þegar hann lést. Heilsufar hans var þá orðið mjög slæmt. Hann var í hjólastól, hafði misst átta tennur og læknar höfðu þurft að taka margar tær af honum. Hann þurfti einnig stöðuga súrefnisgjöf.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir