8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Dularfullum lykli að aldagömlum turni skilað 50 árum seinna – „Þetta er ráðgáta í nútímanum“ – Þetta stóð í bréfinu

Skyldulesning

Í Kent-sýslu á Englandi stendur eldgamall turn, sem gengur undir nafninu St Leonard’s Tower. Hann er talinn hafa verið byggður á árunum 1077 til 1108, en upprunalegur tilgangur hans er óljós og því hafa sagnfræðingum þótt hann dularfullur.

Á dögunum var lykli að turninum skilað, eftir að hafa verið týndur í næstum fimmtíu ár. The Mirror greinir frá þessu.

Ásamt lyklinum kom bréf þar sem að „seinkunin“ á lyklinum er afsökuð. í bréfinu segir:

„Kæru viðtakendur,

ásamt þessu bréfi er að finna

stóran lykil að… St Leonard’s Tower

Fenginn að láni 1973. Skilað 2020.

Afsakið seinkunina. Bestu kveðjur“

Lykillinn sjálfur er talinn vera um það bil 100 ára gamall, en hann passar enn þá í rétta skrá, en getur þó ekki snúist í skránni.

Sá sem skilaði og/eða tók lykilinn hefur þó aldrei komið fram í sviðsljósið. Umsjónarfólk turnsins hefur boðið viðurkenningar og gjafir til einstaklingsins gefi hann sig fram. Roy Porter, sem starfar sem umsjónarmaður gamalla eigna sagði:

„Þetta er ein furðulegasta jólagjöf sem við höfum nokkurn tíma fengið. Þetta er ráðgáta í nútímanum, sem eykur dularfullt vægi turnsins.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir