-1 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Dustin Johnson í góðri stöðu fyrir lokahringinn á Masters

Skyldulesning

Golf


Ísak Hallmundarson skrifar

Dustin Johnson var í stuði í dag.
Dustin Johnson var í stuði í dag.
getty/Patrick Smith

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er efstur fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi. Mótið er eitt fjögurra árlegra risamóta í golfi og er haldið ár hvert á Augusta National vellinum.

Johnson lék hringinn í dag stórkostlega, eða á sjö höggum undir pari, og er samtals á sextán höggum undir pari í mótinu. 

Ástralinn Cameron Smith og Mexíkóinn Abraham Ancer eru í öðru sæti á tólf höggum undir pari.

Þrír kylfingar eru jafnir í 3. – 5. sæti á ellefu höggum undir pari. Rory McIlroy átti góðan hring í dag sem hann lék á fimm höggum undir pari og er hann samtals á átta höggum undir pari í 11. sæti. 

Tiger Woods, sigurvegari Masters í fyrra og einn sigursælasti golfari allra tíma, náði sér ekki almennilega á strik í dag en hann lék á 72 höggum sem er par vallarins. Hann er samtals á fimm höggum undir pari fyrir lokadaginn og situr í 20. sæti.

Bein útsending frá lokahringnum á morgun hefst kl. 15:00 á Stöð 2 Golf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir