8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

DV velur manneskju ársins 2020 – Þú getur tekið þátt í valinu!

Skyldulesning

Nú árið er senn liðið í aldanna skaut og því kominn tími hjá DV til að velja manneskju ársins 2020. Að venju gefst þér, lesandi kær, kostur á að taka þátt í valinu.

Sendu okkur tilnefningu um þá manneskju sem þér finnst hafa staðið upp úr á árinu hér á Íslandi á 2020@dv.is og ekki skemmir fyrir að taka fram hvers vegna sú manneskja ætti nafnbótina „Manneskja ársins 2020″ skilið.

Tekið verður við tilnefningum til 13. desember.  Þeir einstaklingar sem flestar tilnefningar fá verða svo kynntir hér á dv.is og í kjölfarið opnað fyrir kosningu um „manneskju ársins 2020″. Sigurvegari verður svo kynntur um áramótin, venju samkvæmt.

Rétt er að taka fram að hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa eða hvern sem er. Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi látið til sín taka með einhverjum hætti á árinu. Tökum ekki við tilnefningum á byggingum eða gæludýrum – því miður.

Tilnefningar skal senda á 2020@dv.is fyrir 13. desember. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir