8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Dwight Gayle reyndist hetja Newcastle

Skyldulesning

Newcastle United vann í dag 2-1 sigur á West Bromwich Albion þegar liðin mættust í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikið var á St James’ Park í Newcastle.

Það tók Newcastle aðeins rétt tæpar 20 sekúndur að komast yfir í leiknum. Miguel Almiron skoraði þá fyrsta mark leiksins.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 50. mínútu þegar að Darnell Furlong jafnaði leikinn fyrir West Bromwich Albion.

Dwight Gayle, kom inn á 69. mínútu leiksins í liði Newcastle. Hann reyndist síðan hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmark leiksins á 82. mínútu.

Sigurinn færir Newcastle upp í 11. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 17 stig. West Bromwich Albion er í 19. sæti með 6 stig.

Newcastle United 2 – 1 WBA 


1-0 Miguel Almiron (‘1)


1-1 Darnell Furlong (’50)


2-1 Dwight Gayle (’82)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir