8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Dýralæknarnir sem stýra samgöngumálum Íslands

Skyldulesning

Það vakti athygli fyrr í haust þegar Árni M. Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður stjórnarformaður Betri samgangna. Betri samgöngur er hlutafélag sem sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk ríkisins stofnuðu utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Að því er fram kom í Fréttablaðinu er heildar­fjár­festing verk­efnisins um 120 milljarðar en meðal stofn­vega­verk­efna sem Betri sam­göngur munu koma að er upp­byggingu Borgar­línu, setja hluta Hafnar­fjarðar­vegar í stokk, setja hluta Miklu­brautar í stokk, tengja Arnar­nes­veg við Breið­holts­braut og breytingu gatna­móta við Bú­staða­veg og Reykja­nes­braut.

Eins og þekkt er er Árni lærður dýralæknir, en hann er ekki eini dýralæknirinn sem hefur nú hönd í stjórn samgöngumála landsins. Þvert á móti, því bæði Vegamálastjóri og sjálfur Samgönguráðherra eru einnig dýralæknar.

Segja má að þessir þrír einstaklingar séu þeir þrír einstaklingar sem hvað mest koma að ákvarðanatöku í samgöngumálum landsins næstu árin og hafa til þess úr hundruðum milljarða króna að spila í uppbyggingu- og viðhald samgöngumannvirkja.

Vegagerðin annast vegakerfi landsins auk hafnarmannvirkja.

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins, þingmaður Suðurkjördæmis, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dýralæknir. Sigurður lauk embættisprófi í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Sigurður hefur einnig almennt dýralæknaleyfi í Danmörku og á Íslandi.

Árni M. Mathiesen er sem fyrr segir fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Árni lauk embættisprófi í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg í Skotlandi og prófi í fisksjúkdómafræðum frá Stirling-háskóla í Skotlandi.

Bergþóra Þorkelsdóttir er vegamálastjóri. Hún var áður forstjóri ÍSAM ehf. og framkvæmdastjóri Líflands og Kornax. Bergþóra lauk embættisprófi sínu í dýralækningum árið 1991 í Kaupmannahöfn og bjó hún og maðurinn hennar á sama tíma og Sigurður Ingi í borginni. Varð vinátta þeirra tilefni til þess að Sigurður sagði sig frá ráðningarferlinu og tók Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra við keflinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir