8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Dýrkeypt hrekkjavökusamkvæmi hjá sænsku sjúkrahúsi – Fjórir sjúklingar létust

Skyldulesning

Hrekkjavökusamkvæmi í lok október, hjá starfsfólki gjörgæsludeildar fyrir hjartasjúklinga á sjúkrahúsinu í Växjö í Svíþjóð, gæti hafa reynst dýrkeypt. Talið er að fjórir sjúklingar á gjörgæsludeildinni hafi látist í kjölfarið af völdum COVID-19.

Strax eftir samkvæmið lagðist einn veislugestanna í veikindi, hann reyndist vera með COVID-19. Síðan veiktust fleiri starfsmenn gjörgæsludeildarinnar og smit bárust í sjúklinga. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og vísar í rannsókn sem yfirvöld í Kronoborg gerðu. Fram kemur að fjórir hjartasjúklingar hafi smitast af kórónuveirunni þegar þeir lágu á gjörgæsludeildinni. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá er hrekkjavökusamkvæmið meðal þeirra þátta sem dreifðu smiti á meðal starfsfólks og sjúklinga. „Þetta getur hafa skipt máli en við getum ekki sagt til um það af fullu öryggi. Það var ekkert starfsfólk veikt þegar það fór í samkvæmið en það gæti hafa verið smitað áður,“ er haft eftir Maria Wilts, forstjóra sjúkrahússins.

Samkvæmið var vinnustaðasamkvæmi sem vinnuveitandinn greiddi fyrir. Meðal annars var boðið upp á hlaðborð. Það fór fram 23. október en auk starfsfólks gjörgæsludeildarinnar tóku fleiri starfsmenn Kronoborg þátt í samkvæminu. Talið var að hægt væri að halda það og um leið gæta fyllsta öryggis hvað varðar kórónuveirusmit.

Strax að samkvæminu loknu veiktist einn starfsmanna gjörgæsludeildarinnar og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið. Svo slæmt var ástandið um hríð að fækka varð sjúkrarúmum vegna skorts á starfsfólki.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ekki hægt að segja til um hvort sá sem veiktist fyrst hafi komið faraldrinum af stað á deildinni því einnig hafi komið sjúklingar inn á sjúkrahúsið sem hafi verið með COVID-19. En þó er því slegið föstu í rannsókninni að hjartasjúklingarnir, sem smituðust á gjörgæsludeildinni, hafi líklega smitast af starfsmönnunum. 11 starfsmenn smituðust og 10 sjúklingar og af þeim létust fjórir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir