8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Dýrmæt stig í súginn í toppbaráttunni

Skyldulesning

Kelechi Iheanacho fagnar marki sínu ásamt Jamie Vardy.

Kelechi Iheanacho fagnar marki sínu ásamt Jamie Vardy.

AFP

Kelechi Iheanacho tryggði Leicester jafntefli þegar liðið heimsótti Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Matej Vydra kom Burnley yfir strax á 4. mínútu eftir slæm mistök Hamza Choudhury en Iheanacho jafnaði metin fyrir Leicester á 34. mínútu og lokatölur því 1:1.

Jafntefli gerir lítið fyrir Leicester sem er í harðri baráttu á toppi deildarinnar en liðið er með 50 stig í þriðja sæti deildarinnar.

Burnley er í fimmtánda sætinu með 29 stig, sex stigum frá fallsæti.

Sheffield United-menn fagna sigurmarki David McGoldrick á Bramall Lane.

Sheffield United-menn fagna sigurmarki David McGoldrick á Bramall Lane.

AFP

Þá reyndist David McGoldrick hetja Sheffield United þegar liðið fékk Aston Villa í heimsókn á Bramall Lane.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Sheffield United McGoldrick skoraði sigurmark Sheffield United á 30. mínútu.

Þetta var fjórði sigur Sheffield United á tímabilinu en liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar.

Aston Villa er í níunda sætinu með 39 stig.

Innlendar Fréttir