Edda Björk hefur verið handtekin – DV

0
34

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur á grundvelli norrænnar handtökuskipunar en frá þessu er greint í tilkynningu. Lögreglan auglýsti eftir Eddu Björk í gær en hún fór huldu í höfði í rúman sólarhring og sendi meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis að hún færi huldu höfði því dómstólar í Noregi hefðu ekki sett fram dagsetningu á réttarhöld yfir henni í Noregi.

Það vakti mikla athygli í mars 2022 þegar Edda Björk nam þrjá syni sína á brott frá íslenskum barnsföður sínum í Noregi og flaug með þá í einkaflugvél til Íslands. Faðirinn fer með forsjá drengjanna og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að þeir skuli fara aftur heim til föður síns í Noregi.