0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Edda Hermanns og Rikki Daða eiga von á barni

Skyldulesning

Í fimbulkuldanum síðustu daga hefur fjölskylda þeirra Eddu Hermannsdóttur og Rikka Daðasonar getað hlýjað sér við þá tilhugsun að senn fjölgar í þeirra fallegu fjölskyldu, en þau eiga von á sínu fjórða barni. Fyrir á Edda tvö börn og Rikki eitt.

Parið tilkynnti þetta á Facebook nú í dag. Þar sagði Edda: „Jólabumban kom frekar snemma í ár og við bjóðum fjórða barnið velkomið á heimilið. Allir heimilismenn eru að ærast úr spenningi, það má í raun segja að það séu fimm foreldrar hér sem telja niður í næsta sumar.“

DV óskar Eddu og Rikka til hamingu og óskar þeim góðs gengis.

Innlendar Fréttir