5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Efast um tilveru Kolbeins í landsliðinu – „Hvað er þetta?“

Skyldulesning

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur Dr. Football skilur ekki hvers vegna íslensku landsliðsþjálfararnir eru enn að velja Kolbein Sigþórsson í íslenska landsliðið. Kolbeinn hefur spilað síðustu tvo leiki með IFK Gautaborg og er sagður í góðu formi.

Kolbeinn sem á markamet íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen hefur upplifað nokkur erfið ár í boltanum. Kolbeinn var markahæsti leikmaður íslenska liðsins árið 2019 en fann ekki sama takt á síðast aári.

Kolbeinn er í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem er á leið í sína fyrstu leiki í undankeppni HM.

„Ræðum annan mann, það er Kolbeinn Sigþórsson. Hvað, er svona erfitt að komast úr landsliðinu? Hvað er þetta?,“ sagði Hjörvar um valið á Kolbeini.

Meira:


Smelltu hér til að sjá fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs

Mikið hefur rætt um Viðar Örn Kjartansson sem ekki komst í hópinn að þessu sinni.  „Ef Lagerback fýlar ekki Viðar Örn þá vitum við að hann elskar Kolbeinn. Ég hef ekki séð neitt af honum, hann er valinn af því að recordið hans er skoðað. Ef Kolbeinn er heill eins og Lars segir, sýnið mér það.“

Lars Lagerback hefur fylgst náið með Kolbeini sem byrjaði síðasta leik IFK Gautaborg. „Lagerback sagði að hann liti vel út, hann hefur spilað einhverjar tíu mínútur í ár.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir