4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.

Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni.

„Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina.

Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson

Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta.

„Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton.

Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar.

„Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa.

„Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“

Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson

Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir.

„Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir