10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Efling eða Kefling ?

Skyldulesning

Það hefur varla farið framhjá mörgum að það hafa verið illvíg átök að undanförnu innan verkalýðs-samsteypunnar Eflingar um það hvernig þar skuli haldið á málum !

Eftir um tuttugu ára steindauða formannstíð Sigurðar Bessasonar voru margir farnir að afskrifa Eflingu sem lifandi félag í baráttu fyrir réttindum verkafólks. En svo var Sólveig Anna Jónsdóttir óvænt kosin formaður og þá má segja að allt hafi orðið vitlaust !

Í fyrsta lagi hafði það gerst sem mátti ekki gerast, sem sé það að manneskja sem vildi standa fyrir því að Efling væri í sannleika lifandi baráttutæki fyrir verkafólk hafði komist að völdum í félaginu !

Allt í einu stóð ljósfælið lið utan og innan félagsins frammi fyrir þeirri staðreynd að Efling ætti að fara að standa undir nafni. Aldrei í lífinu skyldi það verða, hugsaði þetta sérgæðalið sem var alla daga með þjalirnar á lofti yfir eggjum félagsins til að sverfa allt bit þaðan burt !

Og af hverju skyldi þetta lið hafa tekið þannig á málum ? Af því að það var og er steindautt og félagslega gelt, með rætur sínar í gömlum dauðatíma félagsins. Af því að það er búið að lifa góðu lífi á háum launum hjá félaginu til margra ára og hafði engan áhuga fyrir verkalýðs-baráttu !

Þetta lið er því ekki frambærilegt sem fulltrúar fyrir Eflingu, það er aðeins frambærilegt sem fulltrúar fyrir Keflingu. Ef það á að hafa völdin í félaginu mun öll barátta fyrir verkalýðslegum réttindamálum þar verða kefluð eins og hún var á steindauðum stjórnunartíma Sigurðar Bessasonar !

Ég skrifaði á þessa síðu fyrir nokkru pistilinn “ Á Efling að vera vakandi eða sofandi ?” Ég get enn vísað á þann pistil því það sem þar stendur er í fullu gildi. Sólveig Anna hefur sýnt það að hún er að berjast fyrir réttindum hinna almennu félagsmanna í Eflingu. Það verður ekki frá henni tekið !

Ég fæ hinsvegar ekki séð að hinir frambjóðendurnir séu trúverðugir hvað það snertir. Framboð þeirra eru, að minni hyggju, fyrst og fremst leidd af þeim öflum, innan félags sem utan, sem virðast vilja allt til vinna að það verði ekki neinni lifandi formennsku viðhaldið innan stjórnar Eflingar !

Spurningin er því, á hin mosagróna félagselíta að halda velli við óbreytt kjör og fríðindi, eða á að taka til í ranni félagsins og hleypa þar ferskum vindum inn ?

Það er einfaldlega verið að kjósa um framtíðarstefnu þessarar verkalýðs-samsteypu, hvort sú stefna eigi að miða að Eflingu eða Keflingu ?


Flokkur: Stjórnmál og samfélag |

« Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir