8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Efnagreining NMÍ flutt til Hafrannsóknastofnun

Skyldulesning

Verkefni og tækjabúnaður efnagreiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) verða flutt til Hafrannsóknastofnunar samkvæmt samkomulagi stofnunarinnar og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að starfsmönnum efnagreininga NMÍ voru boðin störf hjá Hafrannsóknastofnun og áætlað er að formlegri sameiningu verði lokið um áramót.

„Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem efnagreiningar [NMÍ] bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum,“ segir í tilkynningunni.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir ákveðna samlegð myndast við tilfærsluna sem býður upp á að stofnunin taki að sér fleiri verkefni, enda framkvæmir stofnunin nú þegar ýmsar efnagreiningar í sjó og í fersku vatni.

Innlendar Fréttir