3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Efstur á óskalista United

Skyldulesning

Norski framherjinn hefur raðað inn mörkunum í Þýskalandi í sumar.

Norski framherjinn hefur raðað inn mörkunum í Þýskalandi í sumar.

AFP

Erling Braut Haaland, framherji þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund, er efstur á óskalista Manchester United.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Haaland hefur raðað inn mörkunum fyrir þýska félagið í vetur.

United reyndi að kaupa Haaland í janúar á síðasta ári frá Salzburg í Austurríki en norski framherjinn ákvað að fara frekar til Þýskalands.

Haaland, sem er einungis tvítugur að aldri, hefur skorað 19 mörk í nítján byrjunarliðsleikjum í þýsku 1. deildinni á tímabilinu. Alls hefur hann skorað 33 mörk fyrir þýska félagið á tímabilinu.

Haaland er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa þýska félagið sumarið 2022 fyrir 65 milljónir punda en talið er að mörg félög muni leggja fram tilboð í hann í sumar.

Dortmund er sagt ætla að fá 100 milljónir punda fyrir hann í sumar en það er upphæð sem ekki mörg lið ráða við í dag. Þá vill framherjinn fá í kringum 350.000 pund á viku ef hann á að yfirgefa Dortmund.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir