Eftir 40 ár – Nú gerist það loksins – DV

0
7

Þann 1. desember næstkomandi verður hátíðleg athöfn í Hollywood, nánar tiltekið á Hollywood Walk of Fame þar sem Macaulay Culkin, sem er líklega best þekktur fyrir leik sinn í Aleinn heima, fær stjörnu á þessari heimsfrægu gangstétt. Aleinn heima, þá sérstaklega fyrstu tvær myndirnar, eru af mörgum taldar vera meðal sannkallaðra klassískra jólamynda. Aðrir eru þessu þó ekki sammála en hvað sem því líður þá nutu myndirnar mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa gert allar götur síðan. Margir geta ekki hugsað sér að fara inn í jólin án þess að horfa á þær.

Myndirnar urðu fleiri en tvær en óhætt er að segja að þær sem á eftir komu hafi ekki náð sömu vinsældum og þær tvær fyrstu og voru nú eiginlega mun lakari.

Culkin mun halda upp á 40 ára leikaraafmæli sitt á næsta ári. Hann var aðeins fjögurra ára þegar hann lék í fyrstu kvikmyndinni sinni. Það var árið 1984 en þá lék hann í „Rocket Gibraltar“ þar sem hann lék barnabarn Burt Lancaster.

En athyglin fór fyrst að beinast að honum af krafti þegar hann lék í kvikmyndinni „Uncle Buck“. Þar lék hann frænda hins vinsæla gamanmyndaleikara John Candy. Í kjölfarið fylgdu Aleinn heima 1 og 2 og þar á eftir „My Girl“. Eftir það staðnaði ferillinn og vandamál í einkalífinu urðu allsráðandi.

Stjarna Culkin í gangstéttinni verður þar í góðum félagsskap 2.874 annarra.